Stöð 2 óskar eftir þátttakendum í seríu tvö af Fyrsta blikinu!

Fyrsta blikið eru stefnumótaþættir þar sem við hittum fyrir fólk á öllum aldri sem er í leit að ástinni og ævintýrum. Við kynnumst þeim meðal annars í gegnum skemmtileg og einlæg viðtöl en í hverjum þætti er fólk svo parað saman á blint rómantískt stefnumót á fallegum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur.

Leit er nú hafin eftir þátttakendum í seríu tvö sem mun vera sýnd á Stöð 2 í byrjun næsta árs. Ef þú hefur náð tuttugu ára aldri og ert í leit að ástinni og ævintýrum, þá erum við að leita að þér!

Umsóknarfresturinn er til 21. nóvember og hvetjum við áhugasama til að svara öllum spurningum skilmerkilega og muna að senda mynd með umsókninni.

Mikilvægt er að netfang og símanúmer séu rétt.

Við mælum með því að fylgjast með umsóknarferlinu og senda inn fyrirspurnir á Instagramsíðu Fyrsta bliksins @fyrstablikið. Einnig má senda fyrirspurnir á netfang þáttarins fyrstablikid@stod2.is

Með því að senda inn upplýsingar samþykkir þú að við notum persónuupplýsingar til að skrá þátttöku í Fyrsta blikið. Upplýsingar sem þú lætur af hendi verða aðeins notaðar í þeim tilgangi og þegar umsókn þinni hefur verið svarað þá verður persónuupplýsingunum eytt.