Stöð 2 óskar eftir þátttakendum til að taka þátt í sjónvarpsþættinum Viltu finna milljón?  Í þættinum keppast pör og/eða fjölskyldur við að taka fjármálin sín í gegn auk þess að takast á við ýmsar áskoranir þegar kemur að neyslu.

Leitað er eftir aðilum sem eru tilbúnir til þess að gera breytingar á fjármálahegðun sinni undir handleiðslu þáttastjórnenda og tala opinskátt um reynslu sína í fjármálum og upplifanir tengdar þeim. 

Það er til mikils að vinna því í hverjum þætti geta keppendur unnið sér inn verðlaun auk þess sem sigurvegari þáttanna fær 1.000.000 í peningum. 

Tökur fara fram á tímabilinu ágúst 2023 - janúar 2024.

Umsóknafrestur er til 1. júlí.

Með því að senda inn upplýsingar samþykkir þú að við notum persónuuupplýsingar til að skrá þátttöku í Viltu finna milljón. Upplýsingar sem þú lætur af hendi verða aðeins notaðar í þeim tilgangi og þegar umsókn þinni hefur verið svarað þá verður persónuupplýsingunum eytt.